6) Voru þá sveinar hans leiddir til skála og þeim veitt vel, en Sigvaldi fylgdi lögmanni til stofu sinnar og lét bera þeim vín.
Seine Knappen wurden in den Saal geführt, und es ging ihnen gut, aber Sigvaldi folgte dem lögmaður in seine Stube und ließ ihnen Wein servieren.
7) Sigvaldi hafði ekki verið á þinginu og vissi ekkert, hvað þar hafði gerst.
Sigvaldi war nicht beim Thing gewesen und wußte nicht, was dort geschehen war.
8) Lengi var lögmaður þögull og þungbúinn, en Sigvaldi var eins og hann var vanur; - þar var sama blessað blíðalognið sem ætíð endranær, þessi sæla lognró, sem fór gulbleiku hárinu og björtu, þykkleitu andlitinu svo einkar vel.
Lange war der lögmaður schweigsam und mürrisch, aber Sigvaldi war wie immer: die gleiche gesegnete Windstille, die immer herrscht, diese herrliche Ruhe, die so gut dem goldblonden Haar und dem hellen, runden Gesicht paßte.
9) Þessi rósemi virtist smáfærast yfir á lögmann sjálfan.
Diese Gelassenheit wirkte ein wenig auf den lögmaður.
10) Þessar kurteislegu viðtökur og þetta góða vín milduðu svip hans og jöfnuðu ofurlítið geðsmuni hans.
Dieser höfliche Empfang und der gute Wein milderten seine Laune und glätteten die Wogen ein wenig.
11) Brátt fór að lifna ofurlítið yfir samtalinu.
Bald wurde das Gespräch etwas lebhafter.
12) Lögmaður sagði Sigvalda af þinginu, að vísu ekki allt, en þó svo mikið, að Sigvaldi skildi, að eitthvað hafði honum gengið þar á móti og hann var reiður við þá Austurfjöllunga og hugði á að launa þeim lambið gráa við betri hentugleika.
Der lögmaður erzählte Sigvaldi vom Thing, nicht alles, aber doch soviel, daß Sigvaldi begriff, daß etwas nicht so gelaufen war, wie er gehofft hatte, und er wütend auf die Austurfjöllunga war und es ihnen bei der nächstbesten Gelegenheit heimzahlen wollte.
13) Allt í einu leit lögmaður fast á Sigvalda; tillit hans var orðið dálítið þokukennt.
Plötzlich sah der lögmaður Sigvaldi fest an; sein Blick war etwas mißtrauisch geworden.
14) "Getur þú ekki sagt mér, hvar Hjalti er niður kominn?" mælti hann.
“Kannst du mir nicht sagen, wo Hjalti sich versteckt hat?” sagte er.
15) Sigvaldi hristi höfuðið.
Sigvaldi schüttelte den Kopf.
16) "Nei, það get ég því miður ekki."
“Nein, das kann ich nicht.”
17) Eftir litla þögn bætti hann við:
Nach einer kleinen Stille fuhr er fort:
18) "Og þó ég gæti það, mundi ég ekki gera það."
“Und auch wenn ich es könnte, würde ich es nicht tun.”
19) Lögmaður hvessti á hann augun.
Der lögmaður sah ihn scharf an.
20) "Hvers vegna ekki?"
“Weswegen nicht?”
21) Sigvaldi svaraði með sömu róseminni og áður:
Sigvaldi antwortete mit der gleichen Gelassenheit wie immer:
22) "Ég er hræddur um, að það yrði þér fyrir verstu, ef þú gætir náð honum á þitt vald.
“Ich fürchte, daß es für dich am schlimmsten wäre, wenn du ihn in deine Gewalt bekämst.
23) Ég er hræddur um, að þú ynnir þá eitthvert það verk, sem þú iðraðist eftir alla ævi og margar aldir mundi sverta minningu þína."
Ich fürchte, daß du etwas anstellst, was du hinterher ewig bereust und dir ewig in düsterer Erinnerung bleibt.”
24) "Ég var ekki að leita ráða til þín."
“Ich wollte dich nicht um Rat fragen.”
25) "Nei, að vísu ekki.
“Nein, natürlich nicht.
26) En ég gef oft meira en ég er beðinn um.
Ich gebe oft mehr als das, worum man mich gebeten hat.
27) Og ráð mín eru gefin í einlægni og alvöru, svo að ég er viss um, að þau móðga þig ekki.
Und meine Ratschläge werden im Ernst gegeben, so daß ich sicher bin, daß sie dich nicht kränken.
Abonnieren
Kommentare zum Post (Atom)
5. 4. Að Hvammur og Fit – Nach Hvammur und Fit (44 - 48)
44) Ég efast ekki um, að þau séu gefin af einlægum hug . Ich bezweifle nicht, daß sie ehrliche Absichten haben. 45) En nú skuluð þið hérn...
-
67) Sumir héldu, að hann hefði komist í enska duggu; þær voru þar iðulega fram undan söndunum, og stundum fóru duggararnir í land og stálu f...
-
38) Nú voru það ekki einungis heimamenn hennar og landsetar, sem elskuðu hana og virtu, heldur öll sveitin . Jetzt waren es nicht nur die L...
-
Quelle: https://www.snerpa.is/net/roman/anna.htm Romeo und Julia im hohen Norden - die Liebesgeschichte der reichen isländischen Gutsbesit...
Keine Kommentare:
Kommentar veröffentlichen